Ný 40 daga hugleiðsla 8. nóvember í Andartaki

Í opna tímanum föstudaginn 8. nóvember kl. 17.15 ætlum við að byrja nýja 40 daga hugleiðslu, 11 mínútna mjög öfluga hugleiðslu.
Við hvetjum ykkur til að koma og vera með. Það eru allir velkomnir!
Hugleiðsla er tími með okkur sjálfum, til að endurnærast, finna kyrrðina hið innra og hlusta á sálina. Hún kennir okkur að styrkja hlutlausa hugann svo við getum betur valið viðbrögð okkar og haldið í æðruleysið þegar á móti… blæs. Hugleiðsla er eins og að fara í bað, hún hreinsar undirvitundina, beinir athygli okkar inn á við, inn í andartakið og færir okkur frið.
Það tekur 40 daga að skapa nýjan vana. Við erum öll mismunandi upplögð frá degi til dags, suma daga er meira álag en aðra, suma daga erum við sátt við lífið og aðra ekki, en ef við höldum áfram í gegnum allar þessar innri og ytri sveiflur að setjast niður, kyrra hugann og eiga samtal við sálina, þá sköpum við smám saman nýjan vana sem þjónar okkur þegar á reynir og þannig kennum við huganum að þjóna okkur – í stað þess að vera þrælar hans.
“Sá sem sigrar hugann, sigrar heiminn.” Guru Nanak

Comments are closed.