Styrkur þagnarinnar

…og mikilvægi hennar í samskiptum

Nýtt námskeið auglýst síðar.

Kennari: Guðrún Darshan

Þögn er ekki það sama og þögn. Stundum er þögnin þrúgandi og stundum nærandi, stundum er hún full af innra skvaldri, og öðrum stundum fylgir henni einmanatilfinning.  En þögnin getur líka verið djúp og full af kyrrð.

Við getum styrkt kyrrðina innra með okkur eins og við styrkjum vöðva. Í kundalini jóga lærum við að rækta með okkur innri vellíðan og kyrrð í gegnum það að hreyfa okkur í takti við öndunina þangað til hugurinn hefur hægt á sér – svo við getum farið að njóta þess að vera með okkur sjálfum.

Hugleiðsla eftir jóga hjálpar okkur að finna þessa djúpu þögn sem nærir okkur og verndar fyrir neikvæðni hugans og utanaðkomandi áreiti. Hún gerir okkur kleyft að hreinsa undirvitundina svo við getum sleppt því sem við höfum ekki náð að vinna úr í lífinu.  Hvort sem er af völdum áfalla eða álags.

Samskipti okkar við aðra verða mun ánægjulegri þegar við ræktum kyrrðina innra með okkur.

Við þurfum ekki að vera liðug eða sérstaklega þolinmóð til þess að njóta  þess að fara í jóga. En árangurinn er sátt og vellíðan,  aukinn styrkur bæði hið ytra og innra.