Í kundalini jóga lærum við að nýta okkur talnaspeki til að skilja betur okkur sjálf – bæði styrkleika okkar og veikleika. Tölurnar geta leiðbeint okkur í jógaiðkun okkar og í lífinu almennt.
Á námskeiðinu förum við í gegnum “líkamana tíu” – tíu víddir eða dýptir innra með okkur. Við ætlum að leggja sérstaka áherslu á 7. líkamann – áruna – þar sem árið 2014 er ár árunnar. Áran er verndarhjúpurinn okkar og gefur okkur næmni og útgeislun. Við geymum í árunni allt sem við höfum ekki náð að vinna úr. Til að hreinsa áruna þurfum við að sleppa því sem liðið er, fyrirgefa fortíðinni og umfaðma okkur sjálf og lífið eins og það er.
Kundalini jóga er öflug leið sem byggir á öndunaræfingum, eflandi “kríum” eða röðum af æfingum sem hafa markviss áhrif á líkama og huga og efla samband okkar við okkar innri mann. Hugleiðsla er mjög mikilvæg leið til að ná góðu sambandi við hugann og hreinsa undirvitundina – létta á farangrinum sem við burðumst með. Góð slökun eftir jógatíma er oft dýpri en nokkur svefn getur veitt okkur. Á námskeiðinu fá nemendur tæki til að finna út sínar veiku og sterku hliðar út frá talnaspekinni og öðlast þannig markvissari jógaiðkun.
Námskeiðið hentar bæði byrjendum og lengra komnum.
Kennari er Guðrún Darshan.