Eins dags námskeið með gestakennaranum Panch Nishan Kaur – laugardaginn 19. október kl 9-17.30. Verð: 14.000
In english below.
Komdu jafnvægi á Shakti og Bhakti, kven- og karlorkuna í þér og í lífi þínu. Kyrrð og hreyfing, orka og auðmýkt, að gefa og taka – allt eru þetta andstæðir kraftar í okkur sjálfum og í umhverfi okkar. Ef við samræmum þessar andstæður þá getum við lært að lifa sem heil manneskja, líkt og jógi sem situr í sátt og samhljómi án þess að andstæður togist á innra með honum. Samband okkar við fjölskyldu, vini, vinnufélaga eða maka verður mun heilbrigðara, ánægjulegra og meira nærandi ef við erum heil og sátt við okkur sjálf. Þegar við sleppum hindrunum, gömlum mynstrum og ótta komumst við nær kjarna okkar, streita minnkar eða hverfur og orka okkar og samkennd eykst.
Í gegnum hugleiðslu, Kundalini jóga og Bhangra dans er leitast við að koma jafnvægi á andstæðurnar innra með okkur í átt að hlutlausu rými hjartans þar sem samkennd ríkir og nærvera okkar lýsir af kærleika þannig að öðrum líður vel í návist okkar. Komdu með okkur í spennandi ferðalag, þar sem við byggjum upp orkuna innra með okkur svo við eigum auðveldara með að takast á við kröfur nútímans og náum að lifa ánægjuríkara lífi í takti við okkar sanna sjálf.
Shakti er krafturinn til að framkvæma drauma okkar og birta sköpunargleðina í verki. Bhakti er hæfileikinn til að vera og njóta – að gefa frá hjartanu. Þessir kraftar þurfa að vera í jafnvægi innra með okkur til þess að við upplifum okkur hamingjusöm og sátt.
Fyrir áhugasama og til að gefa ykkur tilfinningu fyrir kennaranum okkar þá látum við fylgja myndband af Panch Nishan ræða um konur og samskipti þeirra við karlmenn, sjá hér.
Panch Nishan Kaur er kundalini jógakennari og kennaraþjálfari. Hún hefur kennt jóga í yfir 14 ár við óteljandi aðstæður og stofnanir. Þar á meðal háskóla, heilsugæslustöðvar, jógahátíðir heimsins, og í kennaranámi víða í Bandaríkjunum, Kanada, Brasilíu, Svíþjóð og Þýskalandi. Panch Nishan lærði beint af Yogi Bhajan, meistara í Kundalini jóga og vann í mörg ár undir hans leiðsögn við öryggisfyrirtæki og sjálfboðaliðasamtök þar sem hún stýrði deild sem sá um alþjóðleg samskipti. Panch Nishan er góður hlustandi, nýtur þess að hitta nýtt fólk og hefur mikla ástríðu fyrir vinnu sinni og krafti hópmeðvitundar. Hún hefur gaman af dansi (sérstaklega bhangara dansi), klettaklifri, bardagalistum, skíðum og að heimsækja hafið.
SHAKTI AND BHAKTI – DANCE WITH THE POLARITIES
Harmonize the polarities of Shakti and Bhakti, of movement and stillness, giving and receiving, power and humility, so that life unfolds as devotion in action. Balance the male and female aspects of yourself and live as a complete human being, as a yogi that sits in harmony beyond the pull of duality. When we approach our relationships with family, friends, colleagues or a significant others as being complete and pre-fulfilled within ourselves, it lends to much healthier, fulfilling, joyful and creative relationships. As we release the obstacles, old patterns and fears that mask us from our fullness, stress will melt away and our vitality and compassion will increase. Through the practice of Meditation, Kundalini Yoga and Bhangra dancing, we will strive to go beyond polarity into the neutral compassion of the heart that allows us to serve and uplift others even with our simple presence. Join us for a beautiful journey as we will generate the inner energy to exceed the outward demand, so we all may live joyously in our authentic self and serve the world with our smile!
Panch Nishan Kaur never left Espanola after taking the Master’s Touch Kundalini Yoga Teacher Training course at age 19. She had the opportunity to study with Yogi Bhajan for the next five years before he left his physical body. Under Yogi Bhajan’s guidance, she worked for Akal Security and then the non-profit organizations of Sikh Dharma International and 3HO Foundation where she served the area of International Community Relations for 3HO, and as Assistant Secretary General to Khalsa Council of Sikh Dharma. She is a member of the Sikh Net Board and an Associate Trainer in the KRI Aquarian Trainer Academy. She has been trained as a group facilitator and mediator and completed her undergraduate degree in Business Studies with a focus on Organizational Leadership. After getting married in August 2011 she left Espanola for Goettingen Germany, where she lives with her husband. Presently she is studying German, plans to pursue higher education, and is working to help start up the Spirit Voyage Deutschland community. Panch Nishan is a deep listener, enjoys meeting new people and is passionate about her work and the power of group consciousness. She enjoys dancing (especially bhangra), practicing and teaching Kundalini Yoga, writing, rock climbing, martial arts, downhill skiing and visiting the ocean.