Ferðalag um orkustöðvarnar.
Spennandi námskeið sem hefst 8. september.
Kennari er Guðrún Darshan.
Ferðalagið um orkustöðvarnar er skemmtilegt og eflandi ferðalag þar sem að staldrað er við hverja orkustöð og unnið með æfingar og hugleiðslur sem stuðla að auknu jafnvægi, meiri styrk og bættum hæfileika til að slaka á og njóta.
Mannslíkaminn er eins og 72 strengja hljóðfæri og eftir hverjum streng streymir lífsorkan eftir hryggsúlunni. Orkustöðvarnar endurspegla okkar innra jafnvægi. Þær geta kennt okkur að skilja betur hvar stíflurnar okkar liggja og hvað við þurfum að gera til að koma á jafnvægi í lífi okkar og innra með okkur.
Með orkustöðvarnar í jafnvægi öðlast þú m.a.:
~ Aukið jafnvægi og innri ró
~ Dýpri meðvitund um hvernig þú bregst við tilfinningum og hugsunum
~ Sterkara ónæmis- og taugakerfi
~ Þróaðra innsæi
~ Meiri hæfni til að takast á við streitu
~ Betra samband við sjálfa/n þig og umheiminn
Orkustöðvarnar eru:
1. Rótarstöð – öryggi og lífsafkoma
2. Önnur orkustöð – sköpunargleði
3. Naflastöð – Vilji, persónukraftur, sjálfstraust
4. Hjartastöð – Kærleikur og samkennd
5. Hálsstðð – Máttur orðsins – sannleiksást
6. Ennisstöð – Innsæi, viska og einstaklingseðli
7. Hvirfilsstöð – Auðmýkt og víðfeðmi”
Orkustöðvarnar eru lykillinn að því að vera manneskja og að finna hamingju”
“If you ever want to be right in your life, bring yourself into balance. The joy of life, the happiness of life, is in balance.” –Yogi Bhajan
Námskeiðið hefst mánudaginn 8. september kl. 18.45 og kennt verður tvisvar í viku í 8 vikur. Verð fyrir námskeiðið er 22.000.