Kundalini jóga býr yfir hafsjó af möntrum og hver og ein þeirra hefur gjöf að færa okkur. Það eru til möntrur fyrir hugrekki, fyrir leiðsögn, fyrir allsnægtir og kraftaverk – svo eitthvað sé nefnt.
Lærðu og æfðu þig í að bera fram kundalini jóga möntrur með réttum framburði og í réttum takti og nýta kraftinn sem býr í hverri möntru.
Dev Suroop Kaur er búsett í Bandaríkjunum. Hún er möntrusöngkona og mjög skemmtilegur, lifandi og kraftmikill kennari. Það er afar eftirminnileg upplifun að syngja möntrur við lifandi tónlist. Búðu þig undir skemmtilegan dag í góðum hópi.
Námskeiðið er bæði ætlað fyrir vana og óvana jógaiðkendur til að kynnast dýptinni sem býr í möntrum og líka fyrir vana kundalini-jógaiðkendur og kennara – sem vilja dýpka skilning sinn og upplifun á möntrum í kundalini jóga.
Við byrjum á nokkrum grunnmöntrum – bij* möntrum í Kundalini jóga – sem eru byggingarefnið sem kundalini jóga stendur á.
* BIJ þýðir fræ. Eins og fræ sem vaxa upp og blómstra geta möntrur vakið okkur til vitundar um ljósið innra með okkur svo það fái tækifæri til að vaxa og blómstra.
Við vinnum okkur svo smám saman yfir í möntrur sem eru aðeins flóknari og meiri ögrun – og kynnumst dýpt þeirra og visku. Um leið og við lærum að bera þær fram og skilja merkingu þeirra.
Verð: 14.900 fyrir allan daginn. 12.900 ef staðfest er fyrir fimmtudaginn 19. nóvember. Hálfur dagur 8900 og 7900 fyrir þá sem staðfesta fyrir fimmtudaginn 19. nóv.
ATH. 10 % afsláttur fyrir iðkendur í Andartaki.
Auk þess býður Kyta.is félögum sínum upp á 20% afslátt. (Kyta.is er félag kundalinijógakennara á íslandi).
Mantra clinic; rhythm, pronounciation and projection
We will begin with bij mantras (bij = seed)* as the building blocks of all mantras, move through the key mantras of KY and then work on some of the more challenging ones.*Like seeds that sprout and grow to become a flower, mantras can wake our consciousness of the light within us so it gets a chance to grow and flourish.A mantra is not just about it´s meaning but also its subtle vibrations that lead the meditator to the centre of silence within. When we chant a mantra we tap into the infinite within ourselves.The workshop is both for people who are new to practising yoga – so they can get to know the depth of mantra and also for kundalini yoga practitioners and – teachers who want to deepen their understanding and experience of mantras in kundalini yoga.Price: 14.900 for a full day workshop. 12.900 for those who confirm before thursday november 19th. Also possible to join for half of the day.
Kyta.is – (Association of kundalini yoga teachers in Iceland) offers their members 20% discount of the price.