Meðgöngujóga

SlökunÓléttSex vikna námskeið fyrir barnshafandi konur. Tímar verða tvisvar í viku – þriðjudaga og fimmtudaga kl 18.45
Meðgangan er tími mikilla breytinga, líkamlegra og andlegra.
  • Mýkjandi og styrkjandi æfingar sem auka blóðflæði, örva innkirtlakerfið og auka vellíðan á meðgöngu.
  • Öndunaræfingar sem styrkja lungu, hreinsa út eiturefni og auka orkuflæði líkamans.
  • Slökun og hugleiðsla sem minnkar streitu og kvíða og kemur jafnvægi á hugann, góður undirbúningur fyrir fæðinguna.68112_450214756440_5619547_nLærðu að njóta, slaka á og treysta líkamanum.
  • Fjallað verður um sambönd, foreldrahlutverkið, ferðalag sálarinnar og breytingar á meðgöngu.
  • Ræðum um fæðinguna og tímann eftir fæðinguna. Hvernig þú getur aukið vellíðan á meðgöngu, tekist á við fæðinguna á jákvæðan hátt og haft jákvæð áhrif á barn þitt í móðurkviði og eftir fæðingu.
SJORE_04092014_MG_7677_PPKennarar eru Jenný Inga Eiðsdóttir, ljósmóðir og kundalini jógekennari og Eyrún Huld Árnadóttir, kundalini jógakennari