Lífið í jafnvægi – slökun og styrkur – á Eskifirði

NÁMSKEIÐ á ESKIFIRÐII laugardaginn 28. febrúar kl 19.15-20.45
Yoga & Sport – Strandgötu 44, 2. hæð.Á eftir verður KYNNING Á KENNARANÁMI í kundalini jóga sem hefst næsta haust í Andartaki. Kynningin hefst kl 21.00

Námskeiðið er bæði ætlað byrjendum og lengra komnum.

STREITA er orðið að stóru vandamáli á Vesturlöndum í dag. Við lærum mjög takmarkað í skóla í listinni að slaka á og endurnæra líkamann. Í áreiti nútímans er í raun nauðsynlegt að tileinka sér leiðir til að takast á við álag og erfiðleika. Kundalini jóga býður upp á virkar leiðir til að höndla streitu og hefja sig upp yfir annríki hversdagsins.

Við ætlum að njóta þess að endurnærast og hlaða batteríin og fara í langa GONG SLÖKUN

JÓGA OG HUGLEIÐSLA eru dásamleg leið til að tengja við nærandi uppsprettuna innra með okkur og bjóða lífið velkomið í hjartanu.

GONGSLÖKUN er einstök upplifun sem veitir djúpa heilun, losar um stíflur innra með okkur, eflir taugakerfið og endurnærir okkur.

Verð: 2500. Þeir sem ætla að koma – vinsamlegast skráið ykkur fyrirfram: andartak@wp.andartak.is / 8962396.