Föstudaga í hádeginu: kl12-13. Jóga nidra iðkun er innifalin fyrir korthafa Andartaks. Fyrir aðra kostar 1800 kr stakur tími og 4000 fyrir fjögur skipti.
Jóga Nidra merkir jógískur svefn. Þetta er heilandi djúpslökunariðkun þar sem við lærum ad slaka meðvitað á líkama og huga án þess ad sofna, en markmiðið er að tengja við vitundina, fylgjast med ferlinu og ferðast handan huga og likama. Nidra iðkun stuðlar ad auknu jafnvægi, bættum svefni, dregur ur kvíða, streitu, eflir likamsmeðvitund og færir okkur nær innri kjarnanum.
Í upphafi timans eru iðkaðar mildar jógastöður. Við tengjum inn med öndun og hugleiðslu, nidra djúpslökunin tekur um helminginn af timanum. Hentar fyrir alla sem leita ad dýpri og áhrifarikri nálgun inn ad sinu innra sjálf.
Þorgerður Sveinsdóttir leiðir djúpslökunina. Hún starfar sem Hatha jógakennari og heilari. Stundar framhaldsnám í jógafræðum, jóga þerapíu, hugleiðslu og ayurveda lífstílsráðgjöf. Hefur einnig lokið námi í ferðamálafræðum ásamt lýðheilsuvísindum og snyrtifræði. Þorgerður leiðir hatha yoga flæði, nidra (djúpslökun), hugleiðslur, yoga í vatni og yoga fyrir börn. Þorgerður hefur starfað við yogakennslu í tæp fjögur ár og er með alþjóðlega viðurkennd réttindi og sækir reglulega fjölbreytt námskeið í tengslum við heilsu og jógafræðin