Byrjendanámskeið

SJORE_04092014_MG_7427_PPNýtt fjögurra vikna byrjendanámskeið hefst í byrjun janúar. Nánari upplýsingar andartak@wp.andartak.is og í s: 8962396

Mánudaga og miðvikudaga kl 18.45.

Lögð verður áhersla á að auka líkamlegan styrk, andlegt jafnvægi og einbeitingu. Farið verður í líkamsstöðu, öndun og styrktaræfingar sem styrkja miðjuna, svo eitthvað sé nefnt. Auk þess verður farið í grunnatriði hugleiðslu og kenndar mismunandi leiðir til að tengja við dýptina hið innra.

Námskeiðið:

  • Fylltu lungun þín af lífi
  • Upp úr hjólfarinu – búum til nýjan vana
  • Streita, úthald og taugar sem standast álag
  • Friðsæll hugur- opið hjarta
  • Líf án flensu – styrkjum ónæmiskerfið
  • Betra innsæi og jafnvægi á innkirtlakerfið
  • Djúp slökun heilar líkamann

Farið verður í undirstöðuatriði í Kundalini jóga. Við lærum um mikilvægi öndunar og mismunandi öndunaræfingar sem notaðar  eru í kundalini jóga, um möntrur og hugleiðslu, fáum að upplifa taktfastar jógaæfingar kundalini jóga sem opna fyrir orkuflæði og styrkja bæði vöðva,taugar og samband líkama og hugar. Og við kynnumst kröftugum umbreytandi áhrifum kundalini jóga. Auk þess ætlum við að fjalla aðeins um mataræði og heilbrigðan lífsstíl.

Kennari: Guðrún Ingibjörg

Verð: 15.900

“Sveigjanlegur hryggur gefur sveigjanlegan huga”

“If you give your Self a chance, your Self will give you all the chances”. Yogi Bhajan