Ayurveda og jóga

Helgarnámskeið um Ayurveda og jóga – Líkamsgerðin þín og jóga, mataræði og daglegur rytmi.  Nánar auglýst síðar.

Lærðu að nýta þér aldagömul vísindi jóga og ayurveda til að lifa í takti við þig og blómstra á eigin forsendum.

Kennari er Guðrún Darshan

Verð 19.500 kr.

Á námskeiðinu átt þú eftir að:

  • læra um það hvernig meltingareldurinn tendrar góða heilsu
  • læra um Ayurveda og lögmál þess fyrir heilsuna
  • læra um líkamsgerðirnar þrjár og skoða hver er þín grunngerð
  • læra hvernig þú getur notað mat, krydd og jurtir fyrir meltinguna og heilbrigt líf
  • læra að elda ayurvedíska máltíð fyrir heilbrigða meltingu
  • læra um það hvernig jóga getur hjálpað þér að skapa nýjar og heilbrigðar venjur
  • læra leiðir til að rækta með þér heilbrigt ónæmiskerfi, sterka innkirtla og stáltaugar í gegnum iðkun Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan
  • gera jóga, hugleiða og næra andann

Námskeiðið hentar bæði vönum og óvönum jógaiðkendum.

Oft erum við undir áhrifum langvarandi streitu – sem gerir það að verkum að við missum sambandið við okkar innri rödd og gerum hluti í daglegu lífi sem henta okkur ekki.  Jógaiðkun hjálpar mikið til að endurheimta þetta innra samband og við ætlum að flétta jóga og hugleiðslu inn í námskeiðið.  Rétt samsetning matar, bragð matarins og notkun kryddjurta eru líka mikilvægur þáttur í ayurveda.  Við ætlum líka að elda saman á laugardeginum og borða í hádeginu létta og einfalda grænmetismáltíð.  Þessi helgi á ekki bara að vera fræðandi og skemmtileg samverustund heldur líka nærandi tími til að hlaða batteríin og fá innblástur til að tileinka sér heilbrigðar lífsvenjur.  Þátttakendur fá með sér uppskriftir og fróðleik um ayurveda að námskeiðinu loknu og hugleiðslur til að prófa heima.

Ayurveda eru systurvísindi jógafræðanna og eiga bæði rætur sínar í vedahefð indverja. Veda þýðir þekking eða viska. Ayurveda fjallar um það hvernig við getum læknað og komið jafnvægi á líkama og huga. Jóga kennir okkur að sameina huga, líkama og sál og að vekja vitund okkar.  Þessi vísindi þróuðust saman og hafa alltaf verið notuð saman. Þess vegna er það mjög gagnlegt fyrir þá sem hafa áhuga á jóga að öðlast skilning á ayurveda og öfugt.

Ayurveda hefur verið þýtt vísindin um verundina – en orðið er sögn – eitthvað sem við gerum.  Það kennir okkur að skuldbinda okkur til þess að gefa okkar eigin æðstu vellíðan – tíma og orku.  Og að gera þetta á afslappaðan hátt – skref fyrir skref – á okkar eigin hraða – einföld, aðgengileg og skemmtileg leið til að halda 100% heilsu.  Að “gera” ayurveda þýðir á mannamáli að velja heilsusamlega lífshætti í  daglegu lífi.  Td. Að velja ávöxt í staðinn fyrir súkkulaðiköku, að lesa heilsublað – framyfir hrollvekju, að fara snemma að sofa frekar en að horfa á sjónvarpið fram á nótt.

Að gera minna og vera meira.  – Bæði í einu

Við hlustum stöðugt á umhverfið – á þarfir annarra og gleymum að hlusta á hvernig okkur líður.  Í vinnunni – heima.  “Jafnvel dýpsti brunnur þornar upp einn daginn ef þú tekur stöðugt úr honum vatn.” (indverskur málsháttur)

Meira um ayurveda hér

Meira um kundalini jóga hér