Þriðjudaginn 15. mars kl 18-19.
Námið er síðan: 28. apríl – 4. maí.
Jógísk talnaspeki er þekkingarkerfi sem ýtir undir persónulegan þroska, leiðbeinir og heilar okkur.
Það byggir á fornu indversku kerfi, Akar Jantri og var kennt af Yogi Bhajan. Tæknin innifelur líka eiginleika úr klassísku jóga og tæknilegri nálgun vestrænnar hugsunar. Þessa tækni er hægt að nota fyrir fólk, pör, fjölskyldur, fyrirtæki, lönd, dýr og aðrar lifandi verur.
Talnaspekin leitast við að svara þessum spurningum:
Hver er ég?
Hvers vegna er ég hér?
Hvernig get ég breytt / haft áhrif á líf mitt?
Hvað er ég komin-n til þess að gera í þessu lífi?
Hvað þarf ég að læra?
Er þetta rétti tíminn til að gera einhvern ákveðinn hlut?
Og fleira.
Þessi tækni hjálpar þér að skilja og greina lífskortið þitt og annarra.
Kennari er Dharma Kaur frá Equador. Nánar um námið hér: Nám í talnaspeki