Kynningarfundur verður haldinn í Andartaki mánudaginn 1. september kl 18.45
Námið sem hefst 29. september 2014 hentar byrjendum sem lengra komnum jógaiðkendum og öllum þeim sem hafa áhuga á ferðalagi móðurinnar. Kennt verður í 4 lotum frá sept-jan.
Reyndir kennarar með farsælan og fjölbreyttan feril koma að náminu sem kennt er víðsvegar um heiminn.
Vertu innilega velkomin-n ef þú hefur áhuga á að vita meira.
Hér er tveggja mínútna myndband þar sem Carolyn Cowan, ein af kennurum námsins kynnir námið – Ferðalag móðurinnar / The mother´s journey”.