Kennaranám í Kundalini jóga hefst í september 2019
í Bústaðakirkju. Gengið inn neðan við kirkjuna.
Kennaranám í Kundalini jóga er ferðalag sem veitir þér nýja sýn á sjálfa-n þig og lífið. Hvort sem þú hefur áhuga á að dýpka þína eigin upplifun og skilning á Kundalini jóga eða vilt öðlast jógakennararéttindi þá er þetta tækifæri til að virkja kraftinn sem býr innra með þér.
Kennaranámið gefur þér grunn að árangursríkri jógaiðkun fyrir lífstíð og eykur starfsmöguleika hvar sem er í heiminum.
Námið er viðurkennt af Yoga alliance – alþjóðlegum samtökum jógakennara.
“Ef þú ætlar að læra eitthvað skaltu lesa um það, ef þú vilt vita eitthvað, skaltu skrifa það niður. Ef þú ætlar að verða MEISTARI á einhverju sviði, skaltu kenna það.” – Yogi Bhajan
Í gegnum þetta umbreytandi nám getur þú:
* Öðlast skilning á undirstöðu fyrir þá öflugu tækni sem kundalini jóga býr yfir
* Umbreytt sjálf-ri/um þér og lífi þínu
* Ræktað hæfileika þína, sjálfstraust og meðvitund til að verða Kundalini jógakennari og leiðtogi á umbreytingartímum
* Tileinkað þér daglega andlega iðkun (sadhana) til að lifa í hærri vitund
* Lært aðferðir til að vera í núinu. Okkur hættir oft til að fara meðvitundarlaus í gegnum lífið.
Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námsgjalda fyrir sína félagsmenn. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.