Krydduð súpa úr rauðum linsubaunum

Rauð linsubaunasúpa2 bollar rauðar linsubaunir
2 tsk salt
1,9 l vatn
3 msk niðurskorin engiferrót (skorin í 1 sm strimla)
1 tsk malað cumin
1 tsk malaður kóríander
¼ bolli ghee (skýrt smjör) má líka nota kókosolíu eða ólífuolíu
1 msk túrmerik
½ tsk cayenne pipar
1 tsk svört sinnepsfræ
1 heill þurrkaður rauður chillipipar salt
4 msk ferskt kramið kóríander
1 msk ghee (kókosolíu eða ólífuolíu)
1 tsk cuminfræ
Skolaðu linsubaunirnar og settu þær til hliðar. Láttu koma upp suðu á vatni með salti. Bættu við linsum og sjóddu í 15 mín. Lækkaðu hitann og láttu þær krauma þar til þær verða mjúkar. Bættu við engiferrót, cumin og kóríander. Hitaðu upp einn fjórða bolla ghee í lítilli pönnu. Bættu við túrmerik, cayenne pipar, sinnepsfræjum og rauðum chilipipar. Þegar sinnepsfræin fara að springa, taktu af hitanum og bættu út í linsurnar. Sjóða þar til baunirnar eru mjög mjúkar og bragðið hefur blandast saman. Áferðin á að vera mjög súpukennd, bættu því við vatni eftir þörfum.
Þegar tími er kominn til að setja hana á borðið, hrærðu þá út í hana krömdum cilantro. Hitaðu 1 msk ghee í lítilli pönnu yfir meðal hita. Bættu við cumin fræjum og steiktu þar til þau poppa og gefa frá sér ristaðan keim. Bættu þessu ofan á súpuna – ekki hræra. Skreyttu með aðeins meira kóríander og cayenne og berðu fram.
Verði ykkur að góðu!