Meðgöngujógakennaranám

FERÐALAG MÓÐURINNAR – MEÐGÖNGUJÓGAKENNARANÁM

NÁMIÐ HEFST 26. SEPTEMBER

Dagsetningar og efni helganna saman- sjá hér

Hægt er að koma á stakar helgar. Hér má lesa um fyrstu helgina

DAGSETNINGAR 2014-2015

1. OG 2. HLUTI: 26.-29. SEPTEMBER

3. HLUTI: 25.-26. OKTÓBER

4. OG 5. HLUTI: 20.-23. NÓVEMBER

6. HLUTI: 10.-11. JANÚAR

Á námskeiðinu Ferðalag Móðurinnar (The Mother’s Journey) skoðum við það ferðalag sem hefst fyrir getnað og fram til þess tíma sem móðir og barn yfirgefa hreiðrið sitt

Námskeiðin eru fyrst og fremst ætluð til að undirbúa nemendur með þekkingu og tækni sem auðveldar þeim að kenna barnshafandi konum Kundalini jóga og hugleiðslur. En einnig eru hlutar Ferðalagsins mjög áhugaverðir fyrir allar konur – og foreldra.

  • Ferðalaginu er skipt niður í 5-6 hluta og er hægt að velja staka hluta námsins eða allt námið
  • Hver hluti er 16 klukkustundir
  • Þeir nemendur sem vilja ljúka námi sem meðgöngujógakennarar  þurfa að taka lágmark 5 hluta af 5-6 til að ljúka námi*. Allt námskeiðið er að lágmarki 80 klukkustundir.
  • Hluti 2 er skylda fyrir þá sem ætla að útskrifast.

Annar mikilvægur tilgangur námskeiðsins er að deila hinni fornu alheimsvisku jógahefðarinnar sem hefur að stórum hluta glatast í hinum vestræna heimi. Í þessu felast lífsreglurnar – grundvöllur lífsins, dagleg iðkun, uppskriftir ofl.

Í lokin verður próf fyrir þá sem ljúka öllu náminu og eftir það öðlast nemandinn réttindi til að kenna meðgöngujóga.

Námsefni helganna:

1.    Lagt af stað í ferðalag. Meðvituð sambönd, kynlíf, mánahringurinn, frjósemi, lífstíll, getnaður, fóstur, bæn móðurinnar, ferðalag sálarinnar, mataræði, jóga og hugleiðsla. Þessi hluti er mjög gagnlegur fyrir pör og verðandi foreldra.

2.    Jóga á meðgöngu. Líffæra- og lífeðlisfræði á meðgöngu, breytingar á þrem tímabilum meðgöngunnar, Kundalini jóga æfingar og kríur, jógastöður og valmöguleikar, forgangsröðun, minniháttar kvillar og ráð við þeim, hugleiðslutækni. Þetta er eini skylduhlutinn og nýtist mjög vel þeim sem eru þegar að kenna kundalini jóga

3.    Fæðingarferlið. Undirbúningur, stig hríða, öndunin, að vinna með “sársauka”, stuðningur, að auðvelda fæðingarferlið, andlegar hindrandir, að standa öldurnar, læknisfræðileg inngrip, óvæntar uppákomur, fæðing sem vigsluathöfn. Helgiathafnir og fæðing. Keisaraskurður sem eflandi upplifun. Þessi hluti hjálpar til við að undirbúa foreldra fyrir fæðingarferlið.

4.    Eftir barnsburð. 40 daga tímabil eftir fæðingu, nýtt upphaf – víglsutími móðurinnar, áskoranir, tilfinningar til nýburans, að jafna sig eftir keisaraskurð, líkaminn í eðlilegt form, brjóstagjöf, að þyggja hjálp, þunglyndi, að hlúa að móðurinni, hvaða æfingar og hvenær. Þetta er þýðingarmesta og tímabilið og fullt af töfrum.

5.    Forysta og frelsi fyrir konur.  Að taka þátt og styrkja félagsskap kvenna, viska tíðahringsins, hugleiðslutækni til að styrkja eigin staðfestu, hverjar erum við sem einstaklingar? Skuggavinna og að vaxa í styrk, konur og kraftur helgiathafna. Þessi hluti er mikilvægur hverri konu sem hefur löngun til að styrkja aðra..

6.    Meðvitað foreldrahlutverk. Frumbernska og áfram. fjölskyldunæring, virðingarfull samskipti, afbrýðisemi systkina, ást og umhyggja, samskiptafærni, fjölskyldukarma, yoga fyrir börn. Hvernig við styrkjum börn og erum í góðum samskiptum við þau.

Náminu er skipt í 6 hluta – alls 12 dagar, 16 tímar hver hluti. Þessir 12 dagar dreifast á 4 mánuði og kennt er ýmist 2 eða 4 daga í senn. Samtals eru þetta 96 klst í kennslu.

Ath. Ekkert af þeim upplýsingum sem koma fram á námskeiðunum er ætlað að koma í staðinn fyrir læknisfræðilega ráðgjöf sem talin er nauðsynleg hverju sinni, einkum og sér í lagi þegar um frávik er að ræða.

Hægt er velja um að koma á staka helgi eða allt námið.

Hverjir geta tekið þátt? Lesa meira

Hér er hægt að horfa á myndband þar sem Carolyn Cowan kynnir námskeiðið “Ferðalag móðurinnar”: The mother´s journey

Kennarar í náminu: sjá hér

“The purest thing in the world is the heart of the mother… It can move the universe. It can cause an effect beyond limitation.” Yogi Bhajan