Dagskráin okkar á vorönn er rík af tækifærum til að næra okkur sjálf og sækja sólina innra með okkur. Nánar hér: Jólagjafir sem næra sjálfið.
ÉG – 2017. Stutt námskeið í byrjun árs þar sem við opnum glugga inn í nýtt ár og málum myndina sem við viljum birta á næsta ári. Hvernig vilt þú hafa þitt 2017? Þínar tölur fyrir árið 2017. Ath. afsláttur fyrir þá sem staðfesta fyrir 23. desember. Sjá nánar hér: Ég 2017.
Slökun, hugleiðsla og næring andans. Námskeið með áherslu á að endurnærast og kynnast töfraheimum hugleiðslu og kyrrð hugans. 10 vikna námskeið – einu sinni í viku. Sjá nánar hér: Slökun, hugleiðsla og næring andans.
Lífsorka, hamingja og hugleiðsla. Sjálfstætt framhald af námskeiði haustannar. Kundalini jóga, slökun og hugleiðsla. Hver tími er einn og hálfur tími og því nægt rými til að eiga góða og endurnærandi stund með sjálfum sér og uppsprettunni í hjartanu. Tvisvar í viku. Nánar: Lífsorka, hamingja og hugleiðsla
Einkatímar og ráðgjöf þar sem þú og þínar þarfir ráða ferðinni. Tækifæri til að vaxa, endurnærast, sleppa, heila og finna hvað þú þarft til að blómstra. Nánar hér: Einkatímar og ráðgjöf / markþjálfun, bowen meðferð, hómópatía, jógísk talnaspeki, jógísk ráðgjöf, jógaþerapía.
Hér er hægt að hafa samband: gudrun@wp.andartak.is / Guðrún s: 896 2396