Gleðilegt nýtt ár!

2592671_l

Við hlökkum til að byrja nýtt ár – endurnærð og opin fyrir því sem nýja árið ber í skauti. Við erum byrjuð að taka á móti skráningum á ný námskeið og í opnu tímana á vorönn.

Janúardagskráin: Byrjendanámskeið hefst 9. janúar. Sjá nánar um það hér. Námskeiðið “jóga, mataræði og lífsstíll” hefst 13. janúar. Hér er hægt að lesa meira um það. Opnir tímar verða á sama tíma og áður. Nánari upplýsingar hér.  Kvöldnámskeið í Ayurveda með gestakennaranum Karta Purkh Singh, föstudaginn 10. janúar kl 17-20. Sjá nánar hér

Tíu heilræði úr viskubrunni jóganna:

Nú er komið nýtt ár og margir hafa þann sið að strengja áramótaheit. Áramót eru ágætur tími til að horfa yfir farinn veg og setja okkur ný markmið. Málið fer hins vegar að vandast ef við ætlum okkur meira en við getum staðið við. Þá bætist samviskubit ofan á álagið sem fyrir er. Og ekki þjónar það okkur.  Einhvers staðar rakst ég á lista yfir tíu algengustu áramótaheitin.. Þar voru mjög hátt á listanum áform um að koma sér í gott form, borða hollari mat og að grennast. Lesa meira hér

Comments are closed.