Jólagjafir sem næra sjálfið – lífið er núna!

_DSF9008 copyLífið er núna og mikilvægt að gefa okkur tíma til að lifa og njóta.

Í jóga fáum við tækifæri til að skoða hvernig við hugsum til okkar sjálfra og hvernig  við getum ræktað með okkur kærleika í eigin garð. Mörg okkar eigum það til að vera svo hörð og gagnrýnin á okkur sjálf, sérstaklega þegar álagið eykst. Oft án þess að taka eftir því.

MIG LANGAR AÐ BJÓÐA ÞÉR AÐ KOMA og vera með okkur eftir áramótin, að  kynnast því hvernig jóga, slökun og samband við kjarnann í þér getur endurnært og leiðbeint þér í daglegu lífi. Hér er hægt að skoða námskeiðin sem eru í boði á vorönn: Jólagjafir sem næra sjálfið

Þeir sem stunda jóga reglulega tala um miklar breytingar á andlegri og líkamlegri líðan, aukna orku, meiri lífsgleði og bættan hæfileika til að slaka á.

Við eigum falleg Gjafakort sem skemmtilegt er að gefa og fá í pakkann sinn. Hægt er að senda okkur póst á andartak@wp.andartak.is.

Dagskráin okkar á vorönn er rík af tækifærum til að næra okkur sjálf og lifa af heilu hjarta. Nánar hér

Comments are closed.