Gong námskeið um helgina

10616000_10152745558739396_3188133342420950927_nNámskeiðið verður helgina 31. janúar- 1. febrúar og hentar bæði fyrir jógakennara og heilara sem vilja læra að virkja heilunarmátt gongsins. Kennari er Siri Gopal frá Los Angeles í Bandaríkjunum.

Gong er stundum nefnt „hið heilaga Gong“. Það getur hjálpað fólki að öðlast heilun og innri frið.  Í hvert skipti sem Gong er spilað af vitund og virðingu öðlast nemandinn/ hlustandinn samband við nýja vídd innra með sér.  Hver gongtími veitir heilun og skapar skilning sem nær mun dýpra en hugurinn og mannleg heyrn geta náð. Siri Gopal kennir bæði byrjendum og fólki sem hefur sótt Gong heilun reglulega. Hver Gong tími gefur tækifæri að hlusta dýpra og vekja náðargjöf hljóðsins innra með okkur sjálfum og öðrum. Við erum öll hljómur eða tíðni. Alheimurinn er heimur hljóðsins og Gong endurspeglar hljóð alheimsins.

Nánar um Gong námskeiðið

Comments are closed.