Okkur í Andartaki langar til að geta boðið upp á góða gong slökun og fallegan hljóm. og erum að safna okkur fyrir nýju gongi. Við ætlum að vera með viðburð laugardaginn 24. janúar og eru frjáls framlög vel þegin.
Dagskrá laugardaginn 24. janúar:
Við byrjum kl 11.00 og ljúkum stundinni kl 13.30
Hægt er að koma td bara í jóga eða bara í gong slökunina.
11.00 Kundalini jóga
11.45 Slökun við lifandi tónlist
12.00 Möntrusöngur við lifandi tónlist. Við fáum til okkar tónlistarkonuna Þóru Björku sem ætlar að spila undir í slökuninni og á meðan við hugleiðum. Það er mjög notalegt að syngja möntrur undir lifandi tónlist.
12.15 Gong slökun
12.45 Te og spjall
Um það sem gong getur gert fyrir okkur:
Gong er stundum nefnt „hið heilaga Gong“. Það getur hjálpað fólki að öðlast heilun og innri frið. Í hvert skipti sem Gong er spilað af vitund og virðingu öðlast nemandinn/ hlustandinn samband við nýja vídd innra með sér og aðgang að stað idýpra innra með sér en hugurinn og mannleg heyrn geta náð. Gong eru mismunandi og gott gong getur komið jafnvægi á orkustöðvarnar og taugakerfi þess sem hlustar.
Endilega komið og njótið með okkur. Hlökkum til að sjá .sem flesta.