Gjöfin að vera kona

Á mánudaginn kemur fer af stað námskeiðið “Gjöfin að vera kona”  Kennt verður mánudaga og miðvikudaga kl 18.45. Á námskeiðinu ætlum við að velta upp:

•Hver er styrkur konunnar út frá sjónarmiði jógafræðanna?
•Að finna kjarnann minn og finna minn eigin styrk
•Að skapa minn eigin veruleika í gegnum hugleiðslu og aukið innsæi
•Að upplifa kraftinn sem býr í möntrum til að umbreyta lífi okkar
•Hormónajafnvægi og mánasvæði konunnar

Hér á eftir fer stuttur pistill um GJÖFINA AÐ VERA KONA

Konur eru alltaf að takast á við breytingar í gegnum ævina. Í hverjum mánuði með mismunandi hormónaflæði og í gegnum ævina í þeim mismunandi hlutverkum sem konan gegnir. Dóttir, móðir, amma – konur samsama sig mjög sterkt með hlutverkum sínum – mun sterkar en karlar gera – og þess vegna hafa þessar breytingar mjög djúp áhrif á okkur.

Konur eru í eðli sínu mjög sterkar –  á annan hátt en karlar. Þær búa yfir ríku innsæi, sköpunarkrafti og tilfinningalegum styrk. Til þess að hann nýtist okkur þurfum við að vera meðvitaðar um þennan styrk og geta sótt hann innra með okkur. Þess vegna er öll andleg rækt mjög mikilvæg fyrir konur.

Konur þurfa að næra andann til að upplifa hamingju. Þær geta gert það í gegnum það að vera skapandi, með því að upplifa náttúruna og svo er hugleiðsla mjög holl og góð fyrir konur. Hugleiðsla kennir okkur að skynja dýptina innra með okkur og gefur okkur sjálfstraust.

Yogi Bhajan, meistari í Kundalini jóga hafði oft að orði að siðferðisstyrkur hverrar þjóðar birtist í andlitum kvennanna. Hann átti við að þegar karlmenn heimsins bera virðingu fyrir konum og börnum þá yrði friður á jörðinni. Og að þegar konur sýna hver annnarri vinsemd og kærleika þá þorna tárin. “Þú heldur kannski að konan sé fótaþurrka við útidyrnar”, sagði Yogi Bhajan, “en ég held að hún sé hliðið að himnaríki. Þú heldur kannski að konan sé “chick” (gella / skvísa) en ég trúi að hún sé eins og örn. Þokkafullar hreyfingar hennar halda jörðinni á sporbaug sínum.”

Lesa pistilinn í heild sinni hér

Comments are closed.