Sex bragðtegundir

Ayurveda – systurvísindi jógafræðanna – fjalla um það hvernig við getum sjálf fundið jafnvægi og heilbrigði í gegnum mataræði og lífsstíl.  Eitt af því sem skiptir máli i þeim efnum er bragð matarins.

Nærandi og jafnvægisgefandi viska náttúrunnar  birtist okkur í gegnum fæðu hennar. Bragð náttúrunnar er mismunandi tjáning á fjölbreytileik hennar og hver bragðtegund hefur mismunandi áhrif á okkur.  Þegar bragð er notað í réttum hlutföllum hvert um sig og saman – þá hefur það jafnvægisgefandi áhrif á líkamann. Bragðtegundirnar eru sex: Sætt, súrt, salt, sterkt, beiskt og samanherpandi. Mismunandi hópar af bragðlaukum á tungunni skynja bragð og senda skilaboð til heilans.  Þaðan fara út skilaboð sem ekki bara hafa bein áhrif á meltinguna heldur hefur líka áhrif á allar “líkamsgerðirnar”* og allar frumur líkamans, vefi, líffæri og líffærakerfi.

Sætt er það bragð sem við á Vesturlöndum höfum tilhneigingu til að ofnota. Í hófi gefur sætt bragð okkur lífskraft og er mjög heilnæmt fyrir líkamann. Sætt er ekki bara sykur heldur eru td í hrísgrjón, hveiti og döðlur dæmi um mat sem gefur sætt bragð. Of mikið af sætu bragði gerir okkur kvefsækin, veldur hósta, stífluðu nefi, gerir okkur þung á líkama og sál – gerir okkur löt og getur valdið offitu.

Súrt er frískandi, örvar matarlystina og bætir meltinguna.  Salt gefur okkur stöðugleika, viðheldur vökvajafnvægi, losar um hægðir og gefur lífinu bragð.  Sterkt bragð er létt og þurrkandi – og hitandi. Sterkt bragð örvar blóðrásina, opnar stíflur og drepur bakteríur. Það gerir okkur skýr í hugsun.  Beiskt bragð er það bragð sem vantar mest í vestrænu mataræði. Það er td í aloe vera, fenugreek, klettasalati, fíflablöðum og túrmeriki.  Það styrkir meltinguna og lifrina, kælir og hefur jákvæð áhrif á húðina.  Beiskt bragð gefur okkur útvíkkun og hjálpar líkamanum að hreinsa burtu óhreinindi. Samandragandi bragð er í granateplum, kjúklingabaunum og alfa alfa spírum.  Það aðstoðar við að græða magasár og gefur okkur fókus ef notað í hófi.

Þegar við notum allar sex bragðtegundirnar í náttúrulegri, heilnæmri máltíð, þá nærist líkaminn vel. Við förum sátt frá borðinu og verðum minna fíkin í aukabita. Við byggjum upp heilbrigðan líkama, aukum orkuna og  styrkjum ónæmiskerfið.  Þegar þú borðar máltíð sem er með jafnvægi á öllum sex bragðtegundunum þá verðurðu létt- ur,  upplifir vellíðan og innri frið.

Við þurfum ekki að telja kaloríur eða mæla prótein / kolvetna / fitu hlutfall í fæðunni.  Við getum leyft bragðlaukunum að vísa okkur leiðina að góðri heilsu.  Kraftmikil heilsa er ekki nema í sex bragðtegunda fjarlægð.