Við í Andartaki bjóðum öllum sem vilja taka þátt að vera með í hugleiðsluáskorun næstu 40 dagana.
Við hefjum hugleiðsluna saman mánudaginn 9. nóvember kl 19.40. Allir velkomnir að koma líka í tímann á undan. Hann hefst kl 17.15. Kraftmikið jóga og gong slökun á eftir.
Eftir það hugleiðum við hver heima hjá sér og í opnum tímum Andartaks þegar þið komist í tíma. Ekki er nauðsynlegt að koma í tíma til að taka þátt en við mælum með því að koma í tíma amk inn á milli til að fá enn meira út úr hugleiðslunni. Við verðum líka með stuðningshóp fyrir þátttakendur í hugleiðslunni á facebook.
Dagleg hugleiðsla gefur okkur aukna einbeitingu, dregur úr streitu og kvíða, bætir ónæmiskerfið og eykur sjálfstraustið. Við förum að sjá betur hvert við stefnum og hvað við viljum í lífinu og öðlumst aukið þol fyrir breytingum og erfiðleikum.
Nánar hér: Fjörutíu daga hugleiðsluáskorun