Fimm sútrur fyrir öld vatnsberans:
Sútra er þráður – hugmynd til að hugleiða á – sem sett er fram í einni stuttri setningu. Sútrur eru auðveldar að leggja á minnið og varðveita djúpa visku andlegrar visku á einfaldan hátt.
1. Veittu því athygli að hin manneskjan ert þú.
Við getum í raun aðeins séð okkur sjálf speglast í öðrum. Ef við dáumst að eða dæmum aðra manneskju erum við í raun að horfa á okkur sjálf. Því meira sem við dveljum í egóinu – litla sjálfinu okkar því meira dæmum við – bæði okkur sjálf og aðra.
Til íhugunar: prófaðu í einn dag að sjá sjálfa-n þig í öðrum og taka til þín það sem þú dáist að eða dæmir í fari hins. Lesa meira