Nýtt námskeið fyrir konur sem eru að ná sér eftir krabbameinsmeðferð / sem hafa greinst með krabbamein og konur sem eru í krabbameinsmeðferð. Námskeiðið er líka opið fyrir alla sem vilja endurnærast og efla innri vellíðan.
Námskeiðið verður í 6 vikur: Mánudaga og fimmtudaga kl 10.15-11.45.
Rólegt og endurnærandi jógaæfingar sérstaklega lagaðar að þeim sem eru að glíma við erfið veikindi eða eru að ná sér eftir veikindi. Sérstök áhersla á streitulosun, andlegt úthald og andlega næringu – allt þættir sem hjálpa okkur að tengjast okkur sjálfum og finna tilgang í lífinu.
Meira um námskeiðið hér