Djúpslökun, heilun og hugleiðsla

Rauða-blómið
Nýtt:
6 vikna námskeið
þar sem við þjálfum okkur í að ná djúpri slökun og kynnumst endurnærandi áhrifum djúprar slökunar og hugleiðslu.

Námskeiðið hefst mánudaginn 7. nóvember. og stendur fram að jólum. Kennt er einu sinni í viku. Í boði verða tveir hópar. Annars vegar mánudaga kl 19 – 20 og hins vegar mánudaga kl 20.15-21.15. Kennari: Guðrún Darshan.

Nánar um námskeiðið: Djúpslökun, heilun og hugleiðsla

Skráning: andartak@wp.andartak.is

Birtingarmyndir streitu eru mismunandi og flest okkar glímum við afleiðingar streitu á einhverju sviði í lífi okkar. Langvarandi streita getur haft mjög djúpstæð áhrif á heilsu okkar og samskipti, hæfileikann til að einbeita sér og njóta lífsins. Hún getur orðið til þess að við gleymum því hvernig á að slaka á og vera til staðar hér og nú.

Á þessu námskeiði ætlum við að njóta þess að vera leidd inn í djúpa og endurnærandi slökun og gefum þannig líkamanum færi á að græða sig sjálfan og finna farveg fyrir orkuflæði þar sem stíflur hafa myndast. Við hugleiðum – ýmist liggjandi eða sitjandi (þeir sem vilja geta setið á stól) og finnum þannig þennan friðsæla hluta af okkur sjálfum og gefum honum rými til að vaxa og dafna.

Nánar um námskeiðið: Djúpslökun, heilun og hugleiðsla

Comments are closed.