Nýtt námskeið – hefst mánudaginn 8. febrúar.
Við ætlum að fjalla um styrk konunnar sem mannveru og leiðir til að laða fram það besta í okkur sjálfum.
Á þessum árstíma er mikilvægt svo að hlúa vel að sjálfum sér. Þrátt fyrir myrkur og kulda erum við svo rík að eiga ljós og birtu innra með okkur sem er svo mikilvægt að næra.
Efni námskeiðsins:
•Lífsstíll og mataræði sem styðja okkur í að standa með okkur sjálfum
•Kjarninn minn og leiðir sem hjálpa mér að standa í eigin styrk
•Að skapa minn eigin veruleika í gegnum hugleiðslu og aukið innsæi
•Að upplifa kraftinn sem býr í möntrum til að umbreyta lífi okkar
•Talnaspeki jógafræðanna: Hvernig geta tölurnar mínar leiðbeint mér í lífinu?
Nánar hér: Dansaðu, lifðu, hlæðu, elskaðu – og slakaðu á.
Pistill eftir Guðrúnu Arnalds – Darshan um konur og fyrir konur: Gjöfin að vera kona, dóttir, móðir, amma, Gyðja.