Bhakti mantra kriya

Staða: Sittu með krosslagða fætur, með létta hálsloku – Jalandhar bandh: Draga hökuna aðeins að og horfa beint fram. Lyfta upp í hjartað og bakið beint.

Augnstaða: Fókus á punktinn milli augnabrúnanna (þriðja augað)

Mudra (handastaða): Gyan Mudra (þumall og vísifingur saman) og úlnliðir á hnjám.

ARDAS BHAEE AMAR DAAS GURU

AMAR DAAS GURU ARDAAS BHAEE

RAM DAAS GURU RAM DAAS GURU

RAM DAAS GURU SACHEE SAHEE

Tími: 11 – 31 mínúta

Merking möntrunnar: Bænin hefur verið færð til Guru Amar Das. Bæninni verður svarað /hún myndbirt af Guru Ram Das.  Kraftaverkið er fullkomnað.

Nánari lýsing á hugleiðslunni: Sjáðu fyrir þér hljóminn af orðunum í Ardhas bhaee, dansa í spíral, í gegnum lokur hryggsúlunnar og í allri árunni þinni. Heyrðu hana eins og þú værir að dýfa þér í heilandi laug og baðaðu þig í henni eins og nemandi við fætur Meistarans (þú situr við fætur Meistarans innra með þér).

Nánar um merkinguna:

Guru Amar Das stendur fyrir kraft náðar og vonar þar sem er engin von.

Guru Ram Das stendur fyrir þann kraft sem leiðir af sér kraftaverk, heilun og blessun.

Þetta er bæn sem svarar öllum bænum.

Guru er það sem leiðir okkur úr myrkri (gu) yfir í ljósið (ru). Frá skorti á visku yfir í að upplifa okkar óendanlega kjarna eða eðli. Það er hægt að þýða Ardas bhaee möntruna með því að segja: “Bænin sem við færum Guru Amar Das er tryggð af Guru Ram Das”. Þetta er mantra fyrir bænir sem hafa verið heyrðar og uppfylltar.

Ram þýðir “þjónn Guðs”. Ef þú biður Guru Ram Das um eitthvað þá verður hann að færa þér það. Gefðu áhyggjur þínar áfram til Guru Ram Das og biddu hann að færa Guði þær.

“Guð sem snýr jörðinni í hringi getur örugglega séð um að leysa vandamál þín. Undir venjulegum kringumstæðum þá er enginn kraftur sem maðurinn býr yfir nema kraftur bænarinnar. Og til að biðja, þarftu að tengja saman huga og líkama og biðja frá sálinni. Ardas Bahee er möntrubæn. Ef þú syngur hana, þá stillast hugur þinn, líkami og sál saman sjálfkrafa og án þess að þú þurfir að segja hvað þú vilt, þá er þörf lífsins svarað. Þarna liggur fegurð þessarar bænar”. Yogi Bhajan.