Masterclass – kvöldnámskeið með Dev Suroop Kaur, kundalini jógakennara og möntrusöngkonu.
Mánudaginn 25. apríl kl. 17.15 – 19.15
Á námskeiðinu kennir Dev Suroop Kaur okkur að nota möntrur til að heila okkur og styrkja, og efla kærleika okkar gagnvart okkur sjálfum og náunganum. Einnig verður farið í liðkandi og styrkandi jóga- og öndunaræfingar.
Einkatímar – viltu dýpka upplifun þína í söng á möntrum?
Dev Suroop býður einnig upp á einkatíma. Hún notfærir sér list hljóðsins til að ná fram heilun og umbreytingu. Hennar sérsvið er að kenna öðrum að nálgast fegurðina og kraftinn sem býr í röddinni.og um meðvituð samskipti. Í öruggu umhverfi og undir leiðsögn lærir þú að kynnast betur þinni eigin röddu, slaka betur á og líða vel með henni. Þú færð aukið sjálfstraust til að leyfa rödd þinni að heyrast.
Nánar um námskeiðið og einkatímana: Renew yourself through sound