Ferðalag móðurinnar. Námið hefst 26. september 2014.
Mjög skemmtilegt og spennandi nám. Sjá meira hér
Ferðalag móðurinnar. Námið hefst 26. september 2014.
Mjög skemmtilegt og spennandi nám. Sjá meira hér
Námskeiðið hófst í síðustu viku – enn er hægt að koma inn í það – örfá pláss laus. Kennt verður mánudaga og miðvikudaga kl 18.45. Hentar bæði vönum og óvönum jógaiðkendum. Það er enn hægt að skrá sig og mæta í tímann á morgun.
Streita er orðið að stóru vandamáli á Vesturlöndum í dag. Við lærum mjög takmarkað í skóla í listinni að slaka á og endurnæra líkamann. Á tímum eins og þessum er blátt áfram nauðsynlegt að tileinka sér leiðir til að takast á við álag og erfiðleika. Kundalini jóga býður upp á virkar leiðir til að höndla streitu og hefja sig upp yfir annríki hversdagsins.
Lesa meira um námskeiðið hér
Í gegnum hugleiðslu, Kundalini jóga og Bhangra dans er leitast við að koma jafnvægi á andstæðurnar innra með okkur í átt að hlutlausu rými hjartans þar sem samkennd ríkir. Komdu með okkur í spennandi ferðalag, þar sem við byggjum upp orkuna innra með okkur svo við eigum auðveldara með að takast á við kröfur nútímans og náum að lifa ánægjuríkara lífi í takti við okkar sanna sjálf.
Lesa meira um námskeiðið hér
Lesið, lesið, lesið: Nýr pistill á bloggið hennar Guðrúnar Darshan á Smartlandi. Þið getið kíkt á það hér.
Alla virka daga:
Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 17.15.
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 12.
Fjölbreyttir tímar með áherslu á að styrkja og endurnæra líkamann og lyfta andanum. Fókus á að styrkja og dýpka öndunina og auka styrk á naflasvæðinu svo við höfum aukinn innri styrk og jafnvægi til að takast á við daglegt líf. Hugleiðsla og slökun í lok hvers tíma.
“If you ever want to be right in your life, bring yourself into balance. The joy of life, the happiness of life, is in balance.” –Yogi Bhajan
Ferðalagið um orkustöðvarnar er skemmtilegt en krefjandi ferðalag þar sem að staldrað er við hverja orkustöð og unnið með æfingar og hugleiðslur sem stuðla að auknu jafnvægi og meiri styrk.
Á sunnudagsmorguninn (29. september) verður SADHANA – morguniðkun jóga í Andartaki. Sadhana er þrátt fyrir að byrja á frekar “ókristilegum” tíma á okkar venjulega mælikvarða – eða kl hálfsex að morgni – alveg dásamlega endurnærandi upplifun. Það er líka hægt að mæta í hluta af sadhana – td er hægt að koma kl 6 í jóga eða kl 7 í hugleiðsluna. Og það er sömuleiðis hægt að leggjast niður og slaka á ef þið verðið þreytt. Við hvetjum sem flesta til að nýta sér þessa samverustund í jóga og hugleiðslu. Sjá meira um sadhana hér
Guðrún Darshan er nú farin að blogga á Smartlandi undir dálkinum næring og heilsa. Þar mun hún blogga um sín hjartans mál sem tengjast jóga og heilsu. Guðrún er hómópati og jógakennari og býr yfir gríðarlega miklum og áhugaverðum fróðleik. Það verður því gaman að fylgjast með skrifum hennar. Fyrsta bloggfærslan ber yfirskriftina kundalini jóga gegn streitu og álagi. Bloggið má sjá hér.
Byrjendanámskeið var að byrja og enn hægt að koma inn í það. Kennt er mánudaga og miðvikudaga kl. 18.45.
Hugleiðslunámskeiðið “Vertu meistari huga þíns” er einnig rétt að hefjast og enn hægt að bætast í hópinn. Kennt er miðvikudaga kl. 20.15.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Allir velkomnir!
Andartak Sími 896 2396 gudrun@wp.andartak.is