Appelsínu- og kanilte

0,5 l af soðnu vatni
1 kanilstöng
Safi úr ¼ appelsínu
Appelsínubörkur – 10 cm bútur, ekki hafa hvíta hlutann með.
1 tsk gott hunang

Hitið vatnið að suðu og bætið svo kanilstönginni og appelsínuberkinum út í. Látið sjóða í 3-4 mínútur. Takið af hitanum og fjarlægið kanilstöngina og börkin, bætið þá safanum og hunanginu saman við.

Kanill er meinhollur. Hann heldur m.a. blóðsykrinum stöðugum, lækkar slæma kólesterólið í blóðinu, dregur úr tíðaverkjum, vinnur á móti sveppasýkingum og svona má áframtelja.

Þetta er yndislegt te til að njóta þegar kalt er í veðri.