Fyrsti tími haustannar er mánudaginn 18. ágúst kl 17.15. Allir velkomnir að koma í prufutíma!
Jóga er fyrir alla.
Það geta allir notið þess að stunda jóga – sama í hvernig líkamsformi þeir eru og engin þörf á að vera sérstaklega liðugur. Komdu og vertu með í vetur og settu sjálfa-n þig í fyrsta sæti. Markmið jóga meðal annars er að koma á innra jafnvægi og vellíðan í líkamann svo við getum betur gefið okkur af heilu hjarta í allt sem við erum að gera. Rannsóknir sýna að þeir sem stunda jóga reglulega eiga auðveldara með að ná markmiðum sínum og að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða.
Andartak jóga og heilsustöð
Andartak er vinaleg jóga- og heilsustöð með áherslu á andrými og að njóta andartaksins
Opnir tímar verða í ágúst: mánudaga og miðvikudaga kl 17.15 og í september bætast við fleiri tímar: frá og með 1. sept verða opnir tímar mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl 17.15 hádegistímar verða þriðjudaga og fimmtudaga kl 12. Auk þess bætast við kvöldtímar einu sinni í viku þriðjudaga kl 20.30. Sjá nánar hér
Byrjendanámskeið hefst í byrjun september. Auk þess verðum við með fullt af spennandi námskeiðum á haustönn. Haustdagskráin verður birt á næstu dögum.