Áramótaheit

Nú er komið nýtt ár og margir hafa þann sið að strengja áramótaheit. Áramót eru ágætur tími til að horfa yfir farinn veg og setja okkur ný markmið. Málið fer hins vegar að vandast ef við ætlum okkur meira en við getum staðið við. Þá bætist samviskubit ofan á álagið sem fyrir er. Og ekki þjónar það okkur.

Jóga býður okkur að horfa á heildarmyndina og sinna öllum þáttunum í okkur sjálfum – og finna þannig styrkinn aukast innan frá – líka viljastyrkinn – og þá getum við betur staðið með okkur sjálfum.

Kundalini jóga er sérstaklega öflug leið til að byggja upp sterkt taugakerfi, innkirtlakerfi og ónæmiskerfi – og vöðva líka.

Lífsstíll jógans byggir á daglegri iðkun – sem ekki þarf alltaf að vera jógaiðkun í hefðbundnum skilningi. Hluti af þessari daglegu iðkun eru ýmsar venjur sem við lærum að tileinka okkur og sem þjóna bæði huga líkama og sál og gera okkur það auðveldara að velja það sem lyftir okkur upp í stað þess að halda í gamlar venjur sem draga okkur niður.

NOKKUR HEILRÆÐI TIL AÐ AUKA GLEÐI OG HAMINGJU Á NÝJU ÁRI:  Lesa meira

 

Comments are closed.