Ný námskeið að byrja í október

_DSF8678 copyNú eru að hefjast ný námskeið í Andartaki. Tímarnir fara fram í Bústaðakirkju, gengið inn að neðan – frá Bústaðavegi.

Hugleiðsla og núvitund fyrir gleði í daglegu lífi. Hefst fimmtudaginn 11. október. Við ætlum að skoða hvernig við getum nært gleði og sátt í daglegu lífi í gegnum hugleiðslu, núvitund og jóga. Tímarnir verða í bland spjall, hugleiðsla, núvitundaræfingar, léttar jógaæfingar og slökun. Fimmtudaga kl 18.50. Nánar um námskeiðið hér

Djúpslökun og gong. Hefst mánudaginn 22. október. Á þessu námskeiði ætlum við að njóta þess að vera leidd inn í djúpa og endurnærandi slökun og gefum þannig líkamanum færi á að græða sig sjálfan og finna farveg fyrir orkuflæði þar sem stíflur hafa myndast. Mánudaga kl 18.45. Nánar um námskeiðið hér

Comments are closed.