Gleðilegt sumar – jóga á sumarsólstöðum

10599270_xxlAndartak er komið í sumarfrí. Ég þakka ykkur kærlega fyrir samveruna í vetur og hlakka til að sjá ykkur næsta haust. Við byrjum aftur í byrjun september.

Við erum búin að vera að gera hugleiðslu fyrir upplyftingu tengingu og gleði. Hægt er að óska eftir að fá sendar leiðbeiningar. Og svo eru leiðbeiningar fyrir fleiri hugleiðslur hér: Ýmsar hugleiðslur

Jóga á Sumarsólstöðum

Jóga-sumarsólstöðuhátíð sem verður um þessa næstu helgi. Hún byrjar á fimmtudaginn kemur og verður á Snæfellsnesi.  Ég hvet ykkur til að koma ef þið mögulega getið. Þetta er svo nærandi samvera og tækifæri til að kynnast fallega fólkinu sem er í jógasamfélaginu okkar. Saman í íslenskri náttúru. Mjög dýrmætt fyrir okkur sem jógaiðkendur og jógasamfélag að fá þetta tækifæri til að gleðjast og skemmta okkur saman og fara inn í sumarið upplyft og með innblástur í áframhaldandi jógaiðkun í sumar. Og svo er þetta tækifæri til að kynna kundalini jóga fyrir fjölskyldunni á skemmtilegan hátt! Að sitja við varðeld í fjörunni og syngja möntrur er til dæmis ógleymanleg upplifun. Hátíðin er öll unnin í sjálfboðavinnu og það er líka hvatning fyrir þær áfram ef við fjölmennum. Því við viljum hafa jógahátíð áfram um komandi ár.
Hér er hægt að skoða dagskrána: Jóga á sumarsólstöðum. Og hér er hlekkur á hátíðina á facebook: Sumarsólstöðuhátíð.

Gleðilegt sumar!

Comments are closed.