Ný námskeið hófust í september. Enn er hægt að koma inn í námskeiðin.
Lífsorka, hamingja og hugleiðsla:
Kundalini jóga fyrir innri styrk og jafnvægi í daglegu lífi. Fjölbreyttir tímar í kundalini jóga – jóga upplifunar. Kennt verður tvisvar í viku mánudaga og fimmtudaga kl 17.15 í Bústaðakirkju. Val er um að koma einu sinni eða tvisvar í viku.
Við sækjum í viskubrunn Kundalini jóga og innra með okkur sjálfum. Við lærum leiðir til þess að kynda undir lífsorkuna og finna friðsældina innra með okkur mitt í amstri dagsins. Nánar hér
Djúpslökun og hugleiðsla:
Námskeið með áherslu á að endurnærast og kynnast töfraheimum hugleiðslu og kyrrð hugans. Kennt verður einu sinni í viku á mánudögum kl 19-20 í Bústaðakirkju.
Á þessu námskeiði njótum við þess að vera leidd inn í djúpa og endurnærandi slökun og endum svo tímann á hugleiðslu. Einnig verður boðið upp á gong slökun. Nánar hér