Ný námskeið eftir páska

flower-spores_9371_600x450Vorhreingerning á líkama og sál. Tvö ný vornámskeið að hefjast í Andartaki eftir páska. Námskeiðin hefjast bæði mánudaginn 1. maí og standa í fimm vikur.

Lífsorka, hamingja og hugleiðsla

Kundalini jóga fyrir innri styrk og jafnvægi í daglegu lífi. Fjölbreyttir tímar í kundalini jóga – jóga upplifunar. Áhersla verður lögð á að skoða hvernig við getum sótt okkur endurnæringu á fljótlegan hátt í gegnum jóga, öndun og hugleiðslu í daglegu lífi og yfir sumarið.
Mánudaga og fimmtudaga kl 17.15Nánar um námskeiðið: Lífsorka, hamingja og hugleiðsla

Djúpslökun og hugleiðsla

Námskeið með áherslu á að endurnærast og kynnast töfraheimum hugleiðslu og kyrrð hugans. Á þessu námskeiði ætlum við að njóta þess að vera leidd inn í djúpa og endurnærandi slökun og gefum þannig líkamanum færi á að græða sig sjálfan og finna farveg fyrir orkuflæði þar sem stíflur hafa myndastMánudaga kl 19 – 20.Nánar um námskeiðið: Djúpslökun og hugleiðsla
 

Comments are closed.