Umsagnir – einkatímar

cropped-Hópur-tré-A.pngÞað er enginn vafi á því að Guðrún Darshan hefur verið sannkallaður ljósberi í mínu lífi og leitt mig áfram á braut sem ég vil vera á í gegnum kundalini yoga. Það var ótrúlega gefandi að setjast niður með Guðrúnu og fara saman yfir óreiðuna í huganum og gera hana að yfirstíganlegum markmiðum í einkatíma hjá henni sem markþjálfi. Guðrún hefur einstaka nærveru og hefur einnig aðstoðað rúmlega eins árs gamlan son minn vegna þráláts hósta og eyrnabólgu. Hún veitti okkur mikla athygli og auðséð að Guðrún sinnir sínum viðskiptavinumaf fullu hjarta.
Sigrún Halla Unnarsdóttir, fatahönnuður

Það sem stendur upp úr varðandi markþjálfunina hjá Guðrúnu er hversu skýrar myndirnar af markmiðum og draumum urðu þegar hún leiddi mann í gegnum hugsanaflækjurnar með markvissum spurningum. Markmið og draumar voru skýr á eftir, það var magnað og árangursríkt.
Rannveig Ármannsdóttir, menntaskólakennari og jógakennari

Bowen er ótrúlega áhrifarík meðferð. Ég lá á bekknum og Guðrún ýtti mjúklega við spennunni sem byggst hafði upp í líkama mínum, síðan yfirgaf hún herbergið. Áhrifin voru mjög greinileg, ég fann hvernig líkaminn tók til við að vinna í stífum bandvefnum. Eftir smástund kom hún aftur inn og hélt áfram að ýta við líkama mínum og kannski huga líka, ég veit það ekki, en ég veit að meðferðin hafði mikil áhrif. Vegna þess hversu mjúk aðferðin er kemur árangurinn alltaf á óvart.
Jóhanna Magnúsdóttir, garðyrkjufræðingur

Það er mjög gott að leita til Guðrúnar og auðvelt að tala við hana um hvað sem er. Hún er einstök manneskja í alla staði, hjálpsöm, úrræðagóð og hlý. Hún hefur mikla þekkingu á hómopatíu, hefur kennt yoga í mörg ár og margt annað sem viðkemur mannrækt af ýmsu tagi.
Ég hef þekkt Guðrúnu í mörg ár og oft leitað til hennar sem hómópata með mjög góðum árangri.
Ég hef einnig beint mínum nánustu til hennar og hefur hún alltaf náð að lesa í  vandamál þeirra, hvert fyrir sig og leysa þau af einskærri lagni og kostgæfni. Hún hefur  sýnt mér og sannað að oft er hægt er að ná mun betri árangri með aðferðum hennar í stað hefðbundinna læknameðferða.
Ég mæli af heilum hug með Guðrúnu og veit að hver sá sem til hennar leitar er í góðum höndum hjá hómopata með mikla þekkingu og reynslu.
Elín Kjartansdóttir, arkitekt

Ég mæli eindregið með Guðrúnu sem markþjálfa. Nærvera hennar og yfirvegun, skilningur hennar á lífinu  gefur manni heilmikið veganesti. Allir þurfa á einhverskonar handleiðslu að halda til að komast lengra í lífinu. Enginn getur gert allt einn og Guðrún getur með sinni nálgun hjálpað hverjum sem er að öðlast skilning á vegferð sinni. Hún svo sannarlega hjálpaði mér.
Brynja Guðmundsdóttir, rafeindavirki og jógakennari

Guðrún Darshan er einstök manneskja á margan hátt. Einstaklega einlæg, blátt áfram og hlýr persónuleiki og hefur mikla þekkingu til að bera á sínu sviði.
Ég hef komið til hennar með vandasöm mál til úrlausnar í nokkur skipti og í stuttu máli, hefur það allt orðið mér mjög til góðs og líðan mín hreinlega stórbatnað.
Læknar hafa kljást við þessi sömu vandamál og ekki orðið ágengt með lyfjagjöfum og þessháttar,en hómópatían og yfirburðaþekking Guðrúnar á þeim vettvangi hefur gert það að verkum,að ég er nú laus við við þessi vandamál.
Einnig hefur hún haslað sér völl varðandi svokallaða Bowen meðferð sem ég hef reynt og get upplýst, að eftir slíka meðferð hjá henni fyrir skömmu,þá varð ég hreinlega orðlaus,sem gerist afar sjaldan. Algert “galdraverk” í góðri líðan eftirá !
Jón E. Árnason

Ég hef þekkt Guðrúnu Darshan í mörg ár og oft leitað til hennar. Hún  hjálpar mér að sjá hvað er gott í mér. Að minna mig á það sem ég er með. Í tímunum fer ég oft á stað í sjálfri mér sem ég gat ekki séð fyrir áður. Það kemur dásamlega skemmtilega á óvart. Ég næ að nálgast einhverja dýpt í mér. Hún er hvetjandi og endalaust þolinmóð og hjálpar mér að sjá þær hliðar sem ég vil sjá í mér. Það sem ég hélt að væri óhugsandi eða erfitt verður allt í einu hægt.  Og ég geng út með meiri trú á mér og á framtíðina.
Ég hef líka farið til hennar í líföndun. Það er eitt það besta sem ég hef prófað. Það hjálpar mér að sættast við það sem er hér og nú.
Estrid Þorvaldsdóttir, listfræðingur og jógakennari

Ég hef sótt nokkur yoga-námskeið hjá Andartaki þar sem Guðrún er kennari. Frábær námskeið og sem breyttu miklu í mínu lífi.
Ég hef lengi þjáðst af gigt og ákvað að halda 
áfram að stíga enn ein ný skrefin, í átt að betri líðan og eitt af því sem hefur hjálpað mér til að verkjastillast og ná betri slökun, andlegu jafnvægi og hreinsun í líkamanum…er Bowen-meðferð sem ég þáði hjá Guðrúnu og að auki þær remedíur sem áttu við mig hverju sinni. Bestu þakkir,
Unnur Huld Vopna