Eins dags námskeið næsta sunnudag með gestakennaranum Dev Suroop Kaur
Dev Suroop er möntrusöngkona og mjög skemmtilegur, lifandi og kraftmikill kennari. Það er afar eftirminnileg upplifun að syngja möntrur við lifandi tónlist.
Njóttu þess að eiga einn dag til að dýfa þér ofan í töfra möntrusöngs og upplifðu áhrifin sem þær hafa. Möntrur hafa ekki bara ákveðna merkingu heldur hefur hver mantra fíngerða tíðni sem leiðir hugleiðandann inn í kyrrðina innra með sér.
Kundalini jóga býr yfir hafsjó af möntrum og hver og ein þeirra hefur gjöf að færa okkur. Það eru til möntrur fyrir hugrekki, fyrir leiðsögn, fyrir allsnægtir og kraftaverk – svo eitthvað sé nefnt.
Námskeiðið er bæði ætlað fyrir vana og óvana jógaiðkendur til að kynnast dýptinni sem býr í möntrum og líka fyrir vana kundalini-jógaiðkendur og kennara – sem vilja dýpka skilning sinn og upplifun á möntrum í kundalini jóga.
Nánar um námskeiðið hér: Möntrur frelsi hugans