Að yfirvinna kalt þunglyndi

Kalt-þunglyndi-flyer-hlutiTveggja kvölda námskeið með gestakennaranum Panch Nishan Kaur: miðvikudag og fimmtudag – 28. og 29. okt kl 17.30-21.00

Kalt þunglyndi er ástand þar sem við höldum áfram að keyra okkur áfram á adrenalíni til að forðast að finna og njóta þess að bara vera.

Þetta er líka stundum kallað “þögn sálarinnar” þar sem við erum hætt að heyra rödd innsæisins og hjartans

Þættir sem hafa áhrif á þetta ástand – sem mjög margir eru að glíma við í dag eru  of mikið af upplýsingum sem við náum ekki að vinna úr, langvarandi streita og hraðar breytingar. Stærra, hraðar, meira – þetta eru allt eiginleikar í lífi nútímafólks. Innkirtla- og taugakerfi flestra okkar hafa ekki náð að aðlagast þessum hröðu breytingum sem við stöndum frammi fyrir. Við höfum ekki orkuna innra með okkur og leitum að henni fyrir utan okkur.

Lærðu að stilla streituþolmörkin í takt við náttúrulegan lífstakt þinn. Komdu jafnvægi á inn- og útflæði á orku til að fyrirbyggja að þú yfirkeyrir þig og brennir upp.

Hvað er kalt þunglyndi og hvernig getum við þekkt það í okkur sjálfum? Hvernig geta kundalini jóga og hugleiðsla hjálpað?

Efni námskeiðsins er hluti af námsefni Dr Shanti Shanti Kaur í viðurkenndu námi í jógaþerapíu, þar sem jóga er notað sem meðferðarform.

IMG_2688Panch Nishan er kundalini jógakennari og kennaraþjálfari. Hún hefur kennt jóga í meira en 16 ár og ferðast um heiminn til að kenna. Hún sérhæfir sig m.a. í fyrirbyggjandi fræðslu og jóga fyrir þá sem eru á leið í að brenna upp. Hún er búsett í Berlín.

Verð fyrir allt námskeiðið 16.500 – Annar dagurinn 9.500. 10% afsláttur ef staðfest er fyrir 26. okt.