Endurnæring, orka og vellíðan

DSC00531Nýtt námskeið fyrir konur sem vilja endurnærast og efla innri vellíðan.  Sérstaklega gagnlegt fyrir þær sem eru að ná sér eftir krabbameinsmeðferð / hafa greinst með krabbamein og eru í krabbameinsmeðferð.

Námskeiðið verður í 6 vikur: Mánudaga og fimmtudaga kl 10.15-11.45.  Það hefst mánudaginn 2. nóvember.

Rólegar og endurnærandi jógaæfingar, áhersla á streitulosun, andlegt úthald og andlega næringu – allt þættir sem hjálpa okkur að tengjast okkur sjálfum og finna tilgang í lífinu.

Öndunaræfingar – öflug leið til að auka orku og bæta andlega og líkamlega líðan. Djúpslökun: í slökun eftir jóga  finnur líkaminn leið til að koma á jafnvægi. Hugleiðsla hjálpar okkur að styrkja samband okkar við hugann svo við getum betur valið hugsanir okkar og viðbrögð í lífinu.

Kundalini jóga er mjög eflandi form af jóga og getur hjálpað til við að efla innri styrk og kjark til að komast í gegnum erfiðleika. Æfingarnar geta dregið úr aukaverkunum af erfiðri meðferð og sömuleiðis hjálpað til við að byggja upp styrk og endurnæra líkamann eftir mikið álag /  veikindi eða erfiða reynslu.

Nýleg rannsókn sýndi að átta vikna jóganámskeið þar sem fókusinn var á mjúkar jóga- og öndunaræfingar drógu úr þreytu og verkjum hjá konum sem voru mjög illa haldnar af brjóstakrabbameini og sömuleiðis komust þær auðveldar í gegnum meðferðina með færri aukaverkunum eins og ógleði, þunglyndi og kvíða sem oft fylgja meðferð.

David Shannahoff hefur rannsakað kundalini jóga alveg sérstaklega (2005). Hann notaði æfingar og hugleiðslur sem eru sérstaklega ætlaðar gegn kvíða, lítilli orku, ótta og reiði. Einnig æfingar sem efla hæfnina til að mæta huglægum erfiðleikum og að breyta neikvæðum hugsunum yfir í jákvæðar. Rannsóknin sem birt var í virtu læknariti gaf mjög góða svörun og jafnvel betri niðurstöður en aðrar hugleiðsluaðferðir sem notaðar voru til samanburðar. Sumar af þeim æfingum sem rannsakaðar voru sýndu jákvæða svörun gegn þunglyndi, andlegri þreytu og lítilli orku. Shannahoff hefur einnig gert rannsóknir á kundalini jógaæfingum og hugleiðslum sem eiga að styrkja ónæmiskerfið og efla varnir líkamans – bæði almennt og með tilliti til krabbameins með góðum árangri.

Ef þú sigrar hugann, sigrarðu heiminn.

Ég trúi ekki á kraftaverk. Ég treysti á þau.

Yogi Bajan

Námskeiðið er í sex vikur og kostar 19.500.

Nánari upplýsingar: Guðrún s: 8962396 / gudrun@wp.andartak.is