Ayurveda og jóga – hreinsun, endurnýjun og heilun

rasayanaKvöldámskeið með gestakennaranum Flore Nicolas.

Við gægjumst ofan í viskubrunn ayurveda fyrir huga, líkama og sál.

Vorið er að koma og tími til að hreinsa, að henda af okkur vetrardrunganum og taka á móti vorinu!

Markmiðið með þessu kvöldnámskeiði er að skilja heim eitrunaráhrifa í allri verund okkar – líkamleg, huglæg og tilfinningaleg eitrunaráhrif – og læra praktískar leiðir til að hreinsa líkama og huga reglulega og halda heilsunni í góðu jafnvægi.

Efni námskeiðsins:
• Skilningur ayurveda á heilsu, hreinsun og endurnýjun
• Að vinna með innri eld meltingarinnar
• Mikilvægi endurnýjunar og næringar
• Sæluástand góðrar heilsu
• Að hreinsa hugann og skilningarvitin
• Að nota hjartað til að hreinsa tilifinningaleg eiturefni
• Leikur sem opnar hjartað

Flore NicolasKennarinn:
Flore Nicolas er mjög kærleiksríkur og kraftmikill ayurvedalæknir, full af ástríðu hvað varðar að leiða fólk í hærra ástand hamingju í gegnum heilsuna.
Hún útskrifaðist frá Englandi og Indlandi og hefur meira en 12 ára reynslu við að meðhöndla og kenna í Everópu, Indlandi og Afríku.
Flore býr nú í Svíþjóð. Hún sinnir ayurvedískri ráðgjöf og meðferð og heldur fyrirlestra og námskeið víða um Evrópu.

Hvenær:
Fimmtudaginn 21. maí 18.45-22.00

Hvar?
Andartak – jóga og heilsustöð, Skipholti 29A

Verð:
5900
Allir nemendur Andartaks fá 20% afslátt

Nánari upplýsingar og skráning:

andartak@wp.andartak.is / sími: 8962396