Fjörutíu daga hugleiðsla í Andartaki

SJORE_04092014_MG_7424_PPNæstu 40 dagar: Himinn og jörð

Undanfarna mánuði höfum við boðið fólki að hugleiða með okkur – heima og eða í Andartaki og styðja þannig þá sem vilja koma sér upp daglegri hugleiðslu.

Nú er að byrja ný fjörutíu daga hugleiðsla hjá okkur og allir velkomnir að taka þátt. Hvort sem þú ert iðkandi í Andartaki eða ekki ertu velkomin að koma og hefja hugleiðsluna með okkur – eða fá sendar leiðbeiningar.

NÝ FJÖRUTÍU DAGA HUGLEIÐSLA AÐ HEFJAST:  HUGLEIÐSLA TIL AÐ TENGJA SAMAN HIMIN OG JÖRÐ. Fyrsti hugleiðsludagurinn er miðvikudaginn 25. mars. Við gerum hugleiðsluna í lok tímans sem hefst kl 17.15 og síðan áfram í opnum tímum. Ef þú ert að lesa þetta eftir þann tíma – þá er samt enn ekki of seint að taka þátt:-)

Besta leiðin til að byrja er að koma fyrst í tíma og gera hana með okkur en hér eru stuttar leiðbeiningar fyrir hugleiðsluna sem við erum að byrja á núna:

HUGLEIÐSLA TIL AÐ TENGJA SAMAN HIMIN OG JÖRÐ. Mantran sem fylgir henni heitir “Isht Sodhana mantra”: “Dhartee Hai, Akasha Hai, Guru Ram Das Hai”

Hugleiðslan tengir saman jörð og víddir ljósvakans og varpar sameinaðri orku þeirra frá hjartanu. Hún er gerð með sjónsköpun. Hún leyfir okkur að finna okkar eigin nærveru, kallar á það æðsta í okkur, gerir okkur auðmjúk og kraftmikil í því sem við gerum og dregur að okkur tækifæri auðlegðar.

HÉR ER LÝSING Á SJÓNSKÖPUNINNI SEM FYLGIR HUGLEIÐSLUNNI:

Um leið og þú syngur ‘Dhartee Hai’ sjáðu fyrir þér gráan jarðartón frá naflanum, sem teygir sig báðum megin við þig niður í jörðina – og haltu henni.
Um leið og þú syngur ‘Akasha Hai’ sjáðu fyrir þér frá augabrúnum og þriðja auga og upp – bláan víðan himinn sem víkkar út í ljósvakann (etherinn) og haltu þeirri sýn.
Um leið og þú syngur ‘Guru Ram Das Hai’ sjáðu fyrir þér frá hjartanu stórt hringlaga hvítt ljós sem víkkar út í allar áttir og umlykur allt.

Þú getur sent okkur póst og beðið um að vera bætt í facebook hópinn okkar fyrir hugleiðendur.