Innri næring gleði í hjarta: Námskeiðið hófst miðvikudaginn 4. mars. Enn er hægt að koma inn í námskeiðið – örfá pláss laus.
Á þessu námskeiði ætlum við að skoða hvernig streita birtist í lífi okkar og leiðir til að endurnærast og hlaða batteríin. Nánar um námskeiðið.
Rannsóknir hafa endurtekið sýnt jákvæð áhrif jógaiðkunar og hugleiðslu í tengslum við streitu og álag. Þar má nefna aukna einbeitingu, eflingu ónæmiskerfisins, bættan svefn og bætta meltingu. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram að regluleg hugleiðsla og jógaiðkun dregur úr kvíða og þunglyndi og eykur sjálfstraustið.Regluleg hugleiðsla og jógaiðkun hafa áhrif á ákveðin svæði í heilanum sem tengjast hæfileikanum til að velja viðbrögð okkar undir álagi. Þeir sem hugleiða reglulega eiga til dæmis mun auðveldara með að stýra huganum, og velja venjur sínar. Auk þess geta þeir frekar brugðist við áreiti á meðvitaðan hátt. Þessi eiginleiki getur verið mjög gagnlegur í samskiptum og almennt í daglegu lífi.
Verð fyrir námskeiðið: 19.500 – innifalinn aðgangur í opna tíma.Umsagnir nemenda af fyrra námskeiði: meðmæli nemenda