Innri næring- gleði í hjarta

Darshan-tré-klipptNámskeiðið er bæði ætlað byrjendum og lengra komnum. Við skoðum leiðir til að takast á við streitu og afleiðingar hennar endurnærast og hlaða batteríin.

Streita og álag gera það oft að verkum að við förum að sækja í spennu og utanaðkomandi örvun til þess að sækja okkur “orku“. Kaffi, sykur og alls kyns orkudrykkir eru klassísk dæmi. Eða það að vera stöðugt að gera eitthvað sem aftur getur leitt af sér spennu- og eða vinnufíkn.

Streitu fylgir líka tilhneiging til þess að vera föst í huganum og missa sambandið við líkamann. Og þá missum við líka sambandið við núið, við kyrrðina innra með okkur og við okkar leiðbeinandi innri rödd.

Á þessu námskeiði ætlum við markvisst að skoða hvernig streita birtist í lífi okkar og hvernig við getum skapað okkur heilbrigðar venjur sem styðja okkur í lífinu.

Hugurinn er okkar máttugasta tæki ef við þjálfum hann rétt. Hugleiðsla, öndunaræfingar, taktfastar æfingar kundalini jóga og möntrur eru meðal þeirra tækja sem við ætlum að nýta okkur til að skipta um takt í lífinu. Auk þess ætlum við að fræðast um jógíska sýn á streitu og leiðir út úr álögum hennar.

Umsagnir nemenda af fyrra streitunámskeiði:

AAHH“Frábært námskeið þar sem blandast saman góðir fyrirlestrar, léttar líkamsæfingar, hugleiðsla og sjálfsskoðun.”
Svanur Kristbergsson

“Námskeiðið kenndi mér margt, og þá mest um sjálfa mig. Guðrún Darshan veitti góða innsýn í notkun jóga og hugleiðslu til að auka sjálfstraust og betri líðan. Eftir námskeiðið er ég betur í stakk búin að takast á við streitu og finnst ég hafa betri tök á eigin líðan.”
Elísabet Kemp Stefánsdóttir, nemi

“Ég fór á námskeið gegn kvíða og streitu í haust og var það mikil næring fyrir sál og líkama. Andartak býður upp á öruggt umhverfi. Hér finnur maður ró og fjölbreyttar leiðir til að vinna úr streitu; gegnum öndun, hreyfingu og leiðbeiningar kennarans.
Kristín Rannveig Vilhjálms-dóttir verkefnastjóri

“Ég var mjög ánægð með námskeiðið. Það var hæfileg blanda af fyrirlestrum og verklegum æfingum.  Mér fannst mjög gott að fá útskýringar fyrir kríunum og hvernig þær eru hugsaðar.  Hópurinn var hæfilega stór og umhverfið mjög notalegt.
Ég hef prófað að fara í jógatíma í líkamsræktarstöðvum en mér finnst þetta vera meira “alvöru”.  Mér finnst þú hafa þekkingu á því sem þú ert að miðla og ég get vel hugsað mér að koma aftur á námskeið.”
Guðmunda Gunnlaugsdóttir, kennari

images-6Ef við lærum að næra andann og lifa með óendanleikanum innra með okkur þá getum við sótt þangað óendanlegan styrk.