Opin kynningarvika í Andartaki

Þessa viku eru allir velkomnir að koma frítt í opnu tímana hjá okkur.

Opnir tímar eru eftirfarandi:
Í kvöld þriðjudag kl 20.30
Á morgun miðvikudag kl 17.15 (einnig er hægt að koma beint í hugleiðsluna kl 18.15).
Fimmtudag kl 12.05
Föstudag kl 17.15 (einnig er hægt að koma beint í hugleiðsluna kl 18.15).

Velkomið að bjóða vinum og fjölskyldu að koma með  í tíma.

Fjörutíu daga hugleiðsla í Andartaki

Við  erum að byrja á nýrri fjörutíu daga hugleiðslu í Andartaki í þessari viku. Það er ekki of seint að byrja núna:-). Hægt er að tilkynna þátttöku með því að senda póst á andartak@wp.andartak.is eða með því að mæta á staðinn. Einnig geta þáttakendur fengið aðgang að hugleiðsluhópnum okkar á facebook.

Þátttakendur geta síðan valið um að halda áfram heima hjá sér að hugleiða daglega / taka þátt í hugleiðslunni þegar við gerum hana í Andartaki – eða bæði.

Hugleiðslan verður gerð í opnum tímum næstu fjörutíu dagana.  Nánar um opnu tímana hér.

Við minnum líka á nýju tímana með áherslu á hugleiðslu og slökun. Þeir eru mánudaga og miðvikudaga kl 16.15. Nánar um þá hér

Comments are closed.