Þessir tímar eru í pásu fram yfir páska
Þessir tímar verða í bland – og ýmist kennt eitthvað af þessu: Jóga nidra djúpslökun / jóga og hugleiðsla úr fjársjóðskistu kundalini jógafræðanna / jóga og gong slökun.
Kennarar: Guðrún Darshan og Unnur Guðrún Óskarsdóttir
Jóga nidra: Er hugleiðsla sem gerð er liggjandi og sem leysir úr læðingi heilunarmátt líkamans í gegnum djúpa slökun niður í þetta ástand sem við þekkjum svo vel milli svefns og vöku. Jóga nidra gefur líkamanum færi á að endurnýjast og leiðrétta þannig áhrif streitu. Þessi áhrifaríka tækni sameinar jákvæð áhrif hugleiðslu og slökunar – auk þess sem við getum búið okkur til ásetning sem vex og dafnar innra með okkur og birtist smám saman í lífi okkar. Eins og að sá fræi í vitundina og leyfa honum að vaxa upp og blómstra í lífi okkar.
Kundalini jóga og hugleiðsla: Þá er stuttur jógatími, öndun og síðan hugleiðsla. Hugleiðsla er tími með okkur sjálfum, til að endurnærast, finna kyrrðina hið innra og hlusta á sálina. Tími til að hlusta, finna aftur taktinn innra með okkur og gefa heiminum fyrir utan frí á meðan. Hún kennir okkur að styrkja hlutlausa hugann svo við getum betur valið viðbrögð okkar og haldið í æðruleysið þegar á móti blæs. Hugleiðsla er eins og að fara í bað, hún hreinsar undirvitundina, beinir athygli okkar inn á við, inn í andartakið og færir okkur frið.
Gong slökun: Gong er stundum nefnt „hið heilaga Gong“. Það getur hjálpað fólki að öðlast heilun og innri frið. Í hvert skipti sem Gong er spilað af vitund og virðingu öðlast nemandinn/ hlustandinn samband við nýja vídd innra með sér. Hver gongtími veitir heilun og skapar skilning sem nær mun dýpra en hugurinn og mannleg heyrn geta náð.