Meðvitað foreldrahlutverk

parentingHelgarnámskeið: 10.-11. janúar kl 9-5 báða dagana. Kennari er Satya Kaur frá Portúgal

Áhugavert námskeið fyrir alla verðandi og núverandi foreldra. Fjallað verður um foreldrahlutverkið út frá jógafræðunum og leiðir til að eiga skapandi og eflandi samskipti við börn og þá líka börnin okkar. 

Efni námskeiðsins:

  • Frumbernska og áfram
  • Fjölskyldunæring, virðingarfull samskipti,
  • Afbrýðisemi systkina, ást og umhyggja,
  • Samskiptafærni,
  • Fjölskyldukarma,
  • Yoga fyrir börn.
  • Hvernig við styrkjum börn og erum í góðum samskiptum við þau.

satyaSatya Kaur er einn af stofnendum og stjórnendum alþjóðlega Karam Kriya School and Quinta de Rajo Ashram í Portúgal. Hún hefur kennt kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan síðan 1981 og þjálfað kennara síðan 2001. Hún er þekktur KRI trainer fyrir stig (level) 1 og 2. Satya starfaði sem ljósmóðir í Haringey í London árin 1991-2000. Hún er höfundur fyrstu kundalini jóga bókar sem skrifuð hefur verið á portúgölsku: “Yoga, Kundalini e Eu.” (Kundalini jóga og ég). Á undanförnum árum hefur hún notað Myth-a-Drama sem aðferð til þess að nálgast og leika sér með með dulda og skapandi hæfileika hvers og eins. Að hennar mati fer aðferðin vel með aganum sem fylgir jógískum lífsstíl. Satya Kaur hefur jarðbundna nálgun að flestu og er því kennslustíll hennar einfaldur og aðlaðandi. Hún nýtur þess að fást við deilur/ágreining og “ímyndaðar” mótsagnir mismunandi hefða/venja. Satya er gift Shiv Charan Singh og búa þau í Portúgal. Þau eiga þrjá syni og tvö yndisleg barnabörn.