
Meðgangan er tími mikilla breytinga, líkamlegra og andlegra.
- Mýkjandi og styrkjandi æfingar sem auka blóðflæði, örva innkirtlakerfið og auka vellíðan á meðgöngu.
- Öndunaræfingar sem styrkja lungu, hreinsa út eiturefni og auka orkuflæði líkamans.
- Slökun og hugleiðsla sem minnkar streitu og kvíða og kemur jafnvægi á hugann, góður undirbúningur fyrir fæðinguna.
Lærðu að njóta, slaka á og treysta líkamanum.
- Fjallað verður um sambönd, foreldrahlutverkið, ferðalag sálarinnar og breytingar á meðgöngu.
- Ræðum um fæðinguna og tímann eftir fæðinguna. Hvernig þú getur aukið vellíðan á meðgöngu, tekist á við fæðinguna á jákvæðan hátt og haft jákvæð áhrif á barn þitt í móðurkviði og eftir fæðingu.
